Skip to main content

Grænir dagar

Grænir dagar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. mars 2022 12:00 til 31. mars 2022 19:30
Hvar 

Háskólasvæðið

Nánar 
Öll velkomin
Fer fram á ensku

Grænir dagar fara fram dagana 28. - 31. mars

Þema ársins er „Neysla og sóun: Hugsum hringlaga.

Grænir dagar eru haldnir af Gaia Iceland, nemendafélagi meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands. 

Fjölmargir viðburðir eru á dagskránni, með þátttakendum víða að sem munu bæði veita innsýn í og fjalla um fjölbreyttar lausnir við áskorunum vegna umhverfisbreytinga. Viðfangsefni verða meðal annars kleinuhringjahagfræði (Doughnut Economics), moltun, matarsóun og matarbjörgun, ábyrgar fjárfestingar og loftslagskvíði.

Verum hluti af lausninni!

Allir viðburðir Grænna daga fara fram á ensku og eru haldnir í raunheimum.

Nánari upplýsingar um alla dagskrárliði er að finna á Facebook

Mánudagur 28. mars

  • 12:30: ENDURTAKK pop-up - Háskólatorg, jarðhæð 
  • 13:00: Opnun Grænna daga - Askja, jarðhæð
  • 13:30: Ruslatínsla með SEEDS - Vatnsmýri 
  • 16:40: Ungir umhverfissinnar - Veröld, VHV-007
  • 18:00: Kvikmyndasýning og umræður The Human Element - Veröld, VHV-007

Þriðjudagur 29. mars

  • 12:00: The Global Scientist Rebellion - Stapi, stofa 108
  • 13:00: Sjálfbærar fjárfestingar - Askja, N-132
  • 15:00: Kleinuhringjahagfræði - Veröld, VHV-007
  • 16:30: Hringrásarhagkerfið - Veröld, VHV-007
  • 18:30: Hvert liggur leið eftir nám í umhverfis- og auðlindafræði? - Veröld, VHV-023

Miðvikudagur 30.mars

  • 11:00: Lífrænn úrgangur - Oddi, O-203
  • 14:00: Umhverfið og listir - Oddi, O-203
  • 17:00: Kombucha og súrsun vinnustofa - Eiríksbúð
  • 19:00: Matarsóunarmáltíð - Eiríksbúð

Fimmtudagur 31. mars

  • 12:00: Homegrow vinnustofa - Stapi, stofa 108
  • 13:30: Loftslagskvíði - VR-II, V02-152
  • 16:00: Græn velferð - Oddi, O-202
  • 17:00: Loftslagskaffi - Oddi, O-202
  • 18:30: Barsvar - Stúdentakjallarinn

Nánari upplýsingar um alla dagskrárliði er að finna á Facebook

Grænir dagar fara fram dagana 28. - 31. mars Þema ársins er „Neysla og sóun: Hugsum hringlaga.“

Grænir dagar