Skip to main content

Gildi þess að vita ekki og ígrunda

Gildi þess að vita ekki og ígrunda - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. ágúst 2023 14:00 til 15:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-001

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ígrundun er mikilvægur þáttur í námsferlum fyrir faglegan og persónulegan þroska. Það má lýsa því sem heildrænni, ígrunduðu könnun á persónulegum hætti nemandans til að sjá, finna og hugsa sem svar við tiltekinni reynslu.

 

Í fyrri hluta fyrirlestursins útskýrir Bert Vandenbussche (LUCA School of Arts, Belgíu) nauðsynlegar aðstæður fyrir kennara/leiðbeinanda til að þróa örvandi og ígrundandi andrúmsloft í námshópi, byggt á ritinu 'Holding the Space' frá Evrópskt þróunarverkefninu REFLECT. Þetta felur meðal annars í sér skoðun á eignarhaldi kennara og nemenda á námsferlinu, beina ígrundandi athygli, vinna með hugsanleg áhrif á námsmat og mikilvægi þess að hægja á náminu.

 

Í seinni hluta fyrirlestrarins kynnir Eva Janssens (VIVES, Belgía) sértækt sjónarhorn við að innleiða 'að vita ekki' sem nær bæði til nemendans og kennarans/ leiðbeinandans þegar unnið er með ígrundandi hætti. Byggt á nýlegum rannsóknum úr taugasálfræði og gestaltsálfræði, skilur hún að „vita-ekki“ sem augnablik þegar mynstraðar, stundum takmarkandi leiðir til að sjá, hugsa og líða geta endurstillt sig. Þetta krefst ekta og ekki-stýrandi nærveru kennara/leiðbeinanda sem getur gert nemandanum kleift að dvelja í kaótíksu augnabliki þess að vita ekki. Þetta reynist stundum vera umbreytingarstund í námsferlinu.

 

Fyrirlesturinn mun taka 40 mínútur (+ aukatími fyrir spurningar)

Fyrir frekari upplýsingar um REFLECT verkefnið: www.reflecting.eu