Skip to main content

Gervigreind og háskólakennsla

Gervigreind og háskólakennsla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. febrúar 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15:00-16:30 stendur Nýsköpunarstofa menntunar fyrir umræðufundinum Gervigreind og háskólakennsla í samstarfi við kennsluþróunarstjóra allra námssviða HÍ. Fundurinn fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi.

Skráning fer fram hér.

Boðið verður upp á beint streymi frá fundinum. Nauðsynlegt er að skrá sig til að fá hlekkinn sendan.

Umræða um gervigreind og möguleg áhrif hennar á líf okkar og samfélag hefur verið áberandi undanfarin ár. Nýleg þróun og snerting hennar við hversdagsleika almennings hefur gefið umræðunni enn meira vægi. Markmið umræðufundarins er að fara nánar yfir þá valmöguleika sem við stöndum frammi fyrir í kennslu á háskólastigi. Hvar eru tækifærin? Hvað þurfum við að varast?

Mælendur:

  • Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, Sviðsforseti Menntavísindasviðs opnar fundinn
  • Hafsteinn Einarsson, Gervigreind: hvað hefur breyst?
  • Atli Harðarson, Háskólamenntun og gervigreind.
  • Hanna Kristín Skaftadóttir, Staðist eða fallið? Lokapróf með ChatGPT. Hver eru næstu skref?
  • Tryggvi Thayer, Framtíð menntunar með gervigreind.
  • Hróbjartur Árnason, kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs tekur saman og leiðir umræðu.

Hægt er að fylgjast með streymi af viðburðinum hér:
https://livestream.com/hi/gervigreind

Hvaða áhrif mun gervigreind hafa á háskólakennslu?

Gervigreind og háskólakennsla