Skip to main content

Fyrirlestur um gæði kennslu

Fyrirlestur um gæði kennslu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. nóvember 2022 15:15 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs býður til fyrirlestrar um gæði kennslu, þriðjudaginn 22. nóvember kl.15.15 - 16.30 í Bratta.

Hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér 

Dr. Marte Blikstad-Balas, prófessor í menntunarfræðum við Háskólann í Osló heldur erindið Why are active, engaged students so crucial for good teaching – and how can we activate students more in the classroom? 

Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvað rannsóknir segja um mikilvægi þess að virkja og ögra nemendum þvert á bekk og námsgreinar. Hún útskýrir hugtakið „vitsmunaleg áskorun“ og gefa áþreifanleg dæmi um hvað einkennir kennslustundir með mikilli vitsmunalegri áskorun þar sem nemendur taka virkan þátt í eigin námi.

Marte Blikstad-Balas er prófessor í menntunarfræðum við Háskólann í Osló og einn af stjórnendum norræna öndvegissetursins QUINT um gæði kennslu á Norðurlöndum  (Quality in Nordic Teaching). Sérfræðiþekking hennar og rannsóknaráhugi beinast að móðurmálskennslu einkum því hvernig unnið er með texta í kennslu, bæði hefðbundna og stafræna texta. Marte kemur að menntun kennara og beinist áhugi hennar að faglegu námi þeirra og starfsþróun.  Hún leiddi til að mynda starfsþróunarverkefnið VIST (Video to Support Excellence in Teaching) sem unnið var með kennurum í grunnskólum í Oslo og nágrenni. Hún er ritstjóri Nordic Journal of Literacy Research.

Öll velkomin!