Skip to main content

Fyrirlestur í heimspeki: Stefán Snævarr

Fyrirlestur í heimspeki: Stefán Snævarr - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. maí 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestur í heimspeki: Stefán Snævarr, Skáldverk sem líkön

Vorið 2023 stendur Heimspekistofnun fyrir röð rannsóknarfyrirlestra í heimspeki. Fjórði í röð fyrirlesara er Stefán Snævarr, professor í heimspeki við Inland Norway University of Applied Sciences. Rannsóknir Stefáns eru víðfeðmar og snerta meðal annars stjórnspeki, vísindaheimspeki og fagurfræði. Fyrirlestur Stefáns er á íslensku. Öll velkomin.

Staður og stund: 11. maí kl. 15-16:30 í Aðalbyggingu HÍ, stofu A220.

Útdráttur: Í skálduðum  frásögum  af bókmenntatagi koma tvenns konar líkön komi við sögu, annars vegar líkan af heimi verksins, hins vegar líkan af tengslum þess við veruleikann. Fyrrnefnda líkanið skal nefnt “leik-líkan“, hið  síðarnefnda “raun-líkan“. Bæði teljast “sónarlíkön“, samanber són sem var eitt kerjanna er  geymdi skáldmjöðinn samkvæmt fornnorrænni goðafræði. Hugsanatilraunir eru byggðar inn í líkönin. Í leik-líkaninu byggingartilraun, skáldverkið er byggt upp af þáttum í þeirri tilraun: „Hugsum okkur að til hafi verið maður að nafni Bjartur sem byggði Sumarhús…o.s.frv“. Í raun-líkaninu er gerð skissutilraun af þeim heimssniðum sem skáldverkið fjallar um, t.d. bágum kjörum smábænda á Íslandi fyrir rúmri öld. Skissutilraun er hugsanatilraun en gagnstætt vísindalegum og heimspekilegum hugsanatilraunum er niðurstaðan óljós, lesandi hefur allmikið rými til að vinna úr tilrauninni. Vísindaleg líkön virka oft eins og gleraugu fyrir reynslu vísindafólks. Með svipuðum hætti er  leik-líkanið gleraugu fyrir lestrarreynslu og raun-líkanið fyrir  reynslu af þeim heimssniðum sem það gerir skissu af.  Lestrarreynsla af Óþelló Shakespeares getur fært lesanda heim sanninn um að Jagó sé psýkópat, í raun-líkanið kann að gera þá skissutilraun að leikritið fjalli m.a. um psýkópatíu og tengja það við reynslu lesandans, einnig við niðurstöður af athugunum á þessu fyrirbæri.

Stefán Snævarr

Fyrirlestur í heimspeki: Stefán Snævarr