Skip to main content

Fyrirlestur í heimspeki: Hvað er að fylgja reglu?

Fyrirlestur í heimspeki: Hvað er að fylgja reglu? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. nóvember 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

 Ásgeir Berg Mattíasson heldur fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar 16. nóvember kl. 15:00-16:30 í stofu A220, Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „What is it to follow a rule?“. Fyrirlesturinn verður á ensku og er opinn öllum.

Útdráttur:

Í þessum fyrirlestri mun ég gera gangskör að því að verja ákveðna greiningu á því hvað það er að fylgja reglu, greiningu sem fylgir hversdagslegri hugsun okkar um hvað gæti falist í reglufylgni. Þessi greining á rætur að rekja til greina eftir Paul Boghossian og Crispin Wright sem, þrátt fyrir að fallast á þessa greiningu, glíma við vítarunurök gegn henni, en samkvæmt þeim er reglufylgni ómöguleg, að þessari hversdagslegu greiningu gefinni. Þessi vítarunurök eru óháð hinum frægu efahyggjurökum Kripkes gegn reglufylgni.

Ein af forsendum þessarar greiningar er sú að það að draga ályktun sé að fylgja ályktunarreglum. Ef marka má Boghossian, er þessi forsenda óaðskiljanleg ályktunarhugtakinu sjálfu og því engin leið að hafna henni. Það leiðir Boghossian að þeirri niðurstöðu að engin greining á reglufylgni sé möguleg og að við verðum einfaldlega að taka því fyrirbæri sem gefnu án frekari útskýringa.

Ég mun setja fram önnur vítarunurök gegn þeirri hugmynd að ályktun krefjist ályktunarreglna, rök sem eru óháð hinni hversdagslegu greiningu á reglufylgni. Ég mun því halda því fram að sú forsenda sé veikasti hlekkurinn í þeirri greiningu og að þess vegna ættum við að hafna henni og að hin hversdagslega greining sé enn möguleg.

Um fyrirlesarann:

Ásgeir Berg Matthíasson er nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands og stýrir rannsóknarverkefni með styrk frá RANNÍS sem miðar að því að setja fram nýja kenningu um sannleika í stærðfræði. Sérsvið hans eru heimspeki stærðfræðinnar, regluþversögnin og heimspeki Ludwigs Wittgenstein. Hann er með doktorsgráðu í heimspeki frá háskólunum í St Andrews og Stirling.

Ásgeir Berg Matthíasson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.

Fyrirlestur í heimspeki: Hvað er að fylgja reglu?