Skip to main content

Fundur um mögulegt samstarf HÍ og Hallormsstaðaskóla

Fundur um mögulegt samstarf HÍ og Hallormsstaðaskóla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. nóvember 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

K-208

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ákveðið hefur verið að vinna fýsileikagreiningu á mögulegu samstarf Háskóla Íslands við Hallormsstaðaskóla um rekstur á þverfræðilegu staðnámi á háskólastigi. Á Hallormstað hefur verið rekinn skóli í rúm 90 ár, lengstum sem hússtjórnarskóli en á síðustu árum hefur verið þróað diplómanám í skapandi sjálfbærni sem tengist flestum þáttum samfélags, lífshátta og verklegrar kunnáttu. Hér gætu til að mynda skapast spennandi möguleikar á að gera háskólanemum, s.s. kennaranemum og fagfólki á sviði menntunar, kleift að taka aukagrein sem hluta af öðru námi.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, og Kristján Ketill Stefánsson lektor munu leiða samtalið fyrir hönd háskólans-MVS, ásamt sviðsforseta Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir.

Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, mun á fundinum kynna starfsemi skólans og að því loknu verða umræður. Deildir og námsbrautir eru hvött til að senda fulltrúa á þennan hádegisfund, og er áhugasamt starfsfólk velkomið að mæta.