Skip to main content

Framandi en samt svo kunnuglegar

Framandi en samt svo kunnuglegar  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. mars 2022 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Framandi en samt svo kunnuglegar 
Hólmfríður Garðarsdóttir og Halldóra S. Gunnlaugsdóttir
Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar, 8. mars kl. 16.30-17.30

Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands, og Halldóra S. Gunnlaugsdóttir, sjúkraþjálfari og þýðandi, fjalla um tilurð og þýðingarferli bókarinnar Langt að komnar: Sögur kvenna frá Mið-Ameríku. Í bókinni  er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama, en nær ekkert hefur áður verið þýtt á íslensku frá umræddum löndum. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og fjalla flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl. Lesið verður úr nokkrum verkanna til að veita innsýn í þann sérstaka menningar- og reynsluheim sem í bókinni kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda í fyrsta sinn.

facebook

Framandi en samt svo kunnuglegar Hólmfríður Garðarsdóttir og Halldóra S. Gunnlaugsdóttir

Framandi en samt svo kunnuglegar