Skip to main content

FRÁ ÍSLANDI TIL AFRÍKU: RÉTTLÆTI OG JÖFNUÐUR Í AÐGERÐUM VEGNA LOFTSLAGSBREYTINGA

FRÁ ÍSLANDI TIL AFRÍKU: RÉTTLÆTI OG JÖFNUÐUR Í AÐGERÐUM VEGNA LOFTSLAGSBREYTINGA - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. október 2023 16:00 til 17:30
Hvar 

Oddi

- stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opið málþing í samstarfi Háskóla Íslands, Norrænu Afríkustofnunarinnar (NAI) og utanríkisráðuneytisins

Í ljósi vaxandi loftslagsbreytinga og aðgerða við þeim þurfa réttlæti og félagslegur jöfnuður að vera í aðalhlutverki. Þessi málstofa hefur það að markmiði að fjalla um leiðir til aðlögunar samfélaga í Afríku að loftslagsbreytingum sem þau bera þó litla ábyrgð á. Jafnframt verður fjallað um nauðsyn þess að aðgerðir til að takast á við loftslagsbreytingar og þær umbreytingar í því felast mótist af sjónarmiðum um réttlæti og jöfnuð. Framsöguerindi flytur Eleanor Fisher, rannsóknarstjóri og prófessor frá Norrænu Afríkustofnuninni. Í pallborði munu þau Karl Benediksson prófessor og Magnfríður Birnu Júlíusdóttir lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild og Sóllilja Bjarnadóttir doktorsnemi í félagsfræði fjalla um þessi viðfangsefni og ræða.

Fundarstjórnar verða þeir Jón Geir Pétursson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði og Geir Gunnlaugsson prófessor emerítus í hnattrænni heilsu. Báðir hafa þeir unnið að rannsóknum í Afríku um árabil og eru fulltrúar íslenska fræðasamfélagsins í rannsóknaráði Norrænu Afríkustofnunarinnar.

Ísland á aðild að Norrænu Afríkustofnuninni (NAI) https://nai.uu.se  NAI er samnorræn stofnun, sem staðsett er í Uppsölum í Svíþjóð, og stundar rannsóknir, útgáfustarf og margvíslega upplýsingaþjónustu um málefni Afríku fyrir Norðurlöndin. Stofnunin veitir jafnframt stuðning til námsmanna í framhaldsnámi og öðrum sem eru að vinna að rannsóknum um málefni í Afríku. NAI er mikilvæg upplýsingaveita um málefni Afríku fyrir norðurlöndin og rekur eitt öflugasta bókasafn um málefni álfunnar í Evrópu.

 

--------- English

 

https://nai.uu.se/news-and-events/events/2023-09-28-from-iceland-to-africa.html