Skip to main content

Frá bróðurparti til systkinalags: hvernig stuðlum við að jafnrétti í íslensku samfélagi?

Frá bróðurparti til systkinalags: hvernig stuðlum við að jafnrétti í íslensku samfélagi? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. apríl 2022 12:00 til 13:30
Hvar 

Oddi

O-106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynjafræði og jafnréttisnefnd Háskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á seinni málstofu um hagnýtingu jafnréttisfræða þriðjudaginn 12. Apríl.

Viðfangsefni erindanna eru fjölbreytt, en þau byggja á samstarfi nemenda við Stjórnarráðið, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Samtökin 78. 

Áhersla verkefnanna er á ólíkar birtingarmyndir kynjaðra valdatengsla í samfélaginu, en fjallað verður um stöðu kvenna í fangelsum, kynjaðan vinnumarkað, umönnunarábyrgð og almenningssamgöngur.

Erindin byggja á verkefnum nemenda í námskeiðinu Hagnýting jafnréttisfræða. Í flestum verkefnum beita nemendur aðferðafræði samþættingar og kynjaðra fjármála á valda stefnu eða starfsemi hjá samstarfsaðilum námskeiðsins, og byggt ígrunduðu jafnréttismati leggja nemendur fram tillögur um hvernig megi stuðla að framgangi jafnréttismála.

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudaginn 12. apríl kl. 12:00-13:30 í O-106

Kynjuð valdatengsl, dæmi af vinnumarkaði, samgöngum, fangelsum og umönnun

Steinunn Ása Sigurðardóttir: Kynjaðar almenningssamgöngur - Greining á Græna planinu, sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til 2030

Í erindinu verður gerð grein fyrir því hvernig þær áætlanir sem varða almenningssamgöngur í Græna planinu samræmast kynja- og jafnréttissjónarmiðum og kynntar tillögur að því hvernig hægt sé að gæta að þeim við framkvæmd áætlana.

Fanný Unnar Traustadóttir: Konur þurfa bara að vera duglegri: Kynjamunur á starfshlutfalli ríkisstarfsfólks

Helmingur kvenna sem starfa hjá ríkinu eru í hlutastarfi en aðeins 23% karla. Hvernig birtist þessi kynjamunur og hefur vaktavinna áhrif á hann? Áhersla verður lögð á lögreglufólk, sjúkraliða og framhaldsskólakennara.  

Ragnheiður Davíðsdóttir: Þannig týnist tíminn - Tillaga að tímanotkunarrannsókn á Íslandi

Í erindinu verður fjallað um hvað felist í skilvirkum og hagkvæmum tímanotkunarrannsóknum og hver séu helstu álitaefni við framkvæmd þeirra. Kynnt verður tillaga um slíka rannsókn með kynjuðu sjónarhorni sem stefnt er að framkvæma á Íslandi.

Magnús Árni Skjöld: Staða kvenna í íslenskum fangelsum

Konur eru lítill hluti þeirra sem hljóta refsidóma á Íslandi, að jafnaði innan við 10% dómþola. þessu erindi verður er í stöðu kvenna í íslenskum fangelsum. Konur í fangelsum eru oft á tíðum í mjög viðkvæmri stöðu, og erlendar rannsóknir sýna að þær bera oft þungar byrðar andlegra og líkamlegra veikinda, að líkindum í meira mæli en karlkyns fangar. Afplánunarúrræði hafa hins vegar í gegnum tíðina flest verið sett með karla í huga og er Ísland engin undantekning að því leyti.

Facebook viðburður málstofunnar