Skip to main content

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024: Af hverju skipta þær máli?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024: Af hverju skipta þær máli? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

stofa 103

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er á vegum Stjórnmálafræðideildar og Alþjóðamálastofnunar.

Fyrirlesari er David Schultz, prófessor við Hamline háskólann og Minnesota-háskóla.
 

Forseta- og þingkosningarnar 2024 nálgast óðfluga og allt stefnir í að kjósendur þurfi aftur að velja milli Joe Biden og Donald Trump. En þótt kosningarnar séu áþekkar á yfirborðinu er mikill munur á þeim. Í þessu erindi fjallar prófessor Schultz um áhrifaþætti í þessum kosningum, meðal annars ákærur á hendur Trump, vandræði Hunter Biden, mögulega ákæru til embættismissis á hendur Joe Biden, uppnám í þinginu og loks mikilvægi óákveðinna kjósenda og sveifluríkja. Dr. David Schultz er prófessor við stjórnmála-, umhverfis-, og lagadeildir Hamline-háskóla og prófessor í lögfræði við Minnesota- og St. Thomas-háskóla. Hann hefur skrifað tugi bóka og fræðigreina um bandarísk stjórnmál, kosningalög og fjölmiðla og stjórnmál.

Erindið fer fram á ensku.

David Schultz, prófessor við Hamline háskólann og Minnesota-háskóla.

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024: Af hverju skipta þær máli?