Skip to main content

Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti

Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
30. apríl 2022 11:00 til 13:00
Hvar 

Bílastæði við Gróttu yst á Seltjarnarnesi

Nánar 
Aðgangur ókeypis
Öll velkomin

Í fjöruferðinni ætlum við að skoða ýmsar lífverur fjörunnar, grúska og leita að kröbbum og öðrum smádýrum. Við Gróttu er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf og þetta er nánast síðasta tækifæri þessa vors að fara út í Gróttu því henni er lokað fyrir allri umferð á varptímanum, frá 1. maí til 15. júlí.

Ragnhildur Guðmundsdóttir, BSc og doktor í líffræði frá Háskóla Íslands, mun leiða gönguna. Hún þekkir vel til sjávar því hún stundaði meistaranám í sjávarvistfræði við Háskólann í Tromsö í Noregi og við Háskólasetrið á Svalbarða (UNIS), sem lauk með MSc-gráðu.

Ragnhildur starfar sem sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands en þar sinnir hún fræðslu og kennslu á sýningum safnsins auk þess að stunda rannsóknir og gagnaöflun á sviði líffræðilegs fjölbreytileika á Íslandi.

Gott er að mæta vel klædd og í stígvélum í fjöruferðina og með fötur eða glær ílát til að safna í hinum ýmsu lífverum og auðvitað með gott nesti. Gangan tekur 2-3 klst.

Með fróðleik í fararnesti

Gangan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Ferðafélags Íslands og Náttúrminjasafns Íslands undir merkjum Með fróðleik í fararnesti. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa notið þess að halda í göngur með Háskóla Íslands og Ferðafélagi Íslands undanfarin ár og þegið fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum og sérfræðingum Háskólans við nánast hvert fótmál. Göngurnar hafa löngu unnið sér fastan sess en með þeim er aukið við þekkingu fólks, ekki síst ungmenna, á sama tíma og boðið er upp á holla og skemmtilega hreyfingu.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Ekkert að panta, bara mæta!

Mæting er kl. 12 á bílastæðið við Gróttuvita.

Í fjöruferðinni ætlum við að skoða ýmsar lífverur fjörunnar, grúska og leita að kröbbum og öðrum smádýrum. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin. Ekkert að panta, bara mæta!

Fjöruferð í Gróttu - Með fróðleik í fararnesti