Skip to main content

Fjögur skref virkrar öldrunar í Taívan

Fjögur skref virkrar öldrunar í Taívan - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. júní 2023 12:00 til 13:15
Hvar 

Árnagarður

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Adam Horálek, lektor í Mannfræðideild Pardubice háskóla í Tékklandi, flytur opinn fyrirlestur á vegum kínverskra fræða við Mála- og menningardeild og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist Fjögur skref virkrar öldrunar í Taívan og verður fluttur í Árnagarði 101, fimmtudaginn 8. júní kl. 12:00-13:15.  

Taívan er eitt þeirra samfélaga heims sem eldist hvað hraðast. Í víðara samhengi krefjast þessar breytingar á samfélagsgerðinni að yfirvöld og efnahagskerfi laga sig að þessum nýju aðstæðum. Samtímis þurfa einstaklingar innan samfélagsins, jafnt hinir öldruðu sem yngri kynslóðir, að aðlagast með ýmsum hætti. Taívan er þéttbýlt og tæknilega þróað velferðarsamfélag og hefur mótað ýmsar leiðir til að koma til móts við þessar breytingar. Í erindinu verður fjallað um ýmsar leiðir sem stjórnvöld, bæjaryfirvöld og einstaklingar hafa farið til að stuðla að “virkri öldrun” í taívönsku samfélagi og greind verða fjögur skref sem tekin hafa verið til að mæta þessu verkefni.

Adam Horálek er lektor í Mannfræðideild Pardubice háskóla í Tékklandi.

 

Adam Horálek, lektor í Mannfræðideild Pardubice háskóla í Tékklandi.

Fjögur skref virkrar öldrunar í Taívan