Skip to main content

Faglega sjálfsmynd meðal félagsráðgjafa á fyrstu stigum starfsferils

Faglega sjálfsmynd meðal félagsráðgjafa á fyrstu stigum starfsferils - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
31. ágúst 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Stapi

Stofa 216

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Faglega sjálfsmynd meðal félagsráðgjafa á fyrstu stigum starfsferils, atvinnuáskoranir og tímastjórnunaraðferðir.

Viðburður á vegum Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Félagsráðgjafafélags Íslands

Dr. Einav Segev, dósent við Félagsráðgjafaskólann, Saphir College í Israel flytur fyrirlestur fimmtudaginn 31. ágúst.

Þrátt fyrir vaxandi áhuga á reynslu félagsráðgjafa á fyrstu stigum starfsferilsins eru rannsóknir um mótun faglegrar sjálfsmyndar þeirra við umskipti yfir á vinnumarkað takmarkaðar. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar er að kanna hvernig félagsráðgjafar skynja mótun faglegrar sjálfsmyndar sinnar á fyrstu starfsárum sínum og hvaða þýðingu fagleg sjálfsmynd þeirra sem félagsráðgjafa hefur í heildarupplifun þeirra í upphafi starfsferils. Tveir rýnihópar voru haldnir á netinu með ellefu ísraelskum útskriftarnemum. Niðurstöðurnar bentu til þess að mótun faglegrar sjálfsmyndar væri lykilatriði í upplifun þátttakenda á fyrstu árum þeirra í starfi og var lýst sem flóknu, tvísýnu og jafnvel mótsagnakenndu ferli. Þeir notuðu hugtakið „impostor syndrome’“ til að lýsa þessu ferli. Það kom fram sem þroskastig - ástand og aðferð til að takast á við misræmið milli ímyndar hinnar fullkomnu faglegu sjálfsmyndar og starfsgreinarinnar almennt sem þeir höfðu í huga, sem nemendur og þann sem þeir mættu í daglegum vettvangsæfingum. Nánar er fjallað um þessar niðurstöður og þýðingu þeirra fyrir starf félagsráðgjafa.

Dr. Einav Segev, dósent við Félagsráðgjafaskólann, Saphir College í Israel flytur fyrirlestur fimmtudaginn 31. ágúst.

Faglega sjálfsmynd meðal félagsráðgjafa á fyrstu stigum starfsferils