Skip to main content

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2022 16:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Enn á ný höldum við Evrópska tungumáladaginn hátíðlegan. Dagskráin, sem hefst í Veröld – hús Vigdísar þann 26. september kl. 16:30, er að þessu sinni  helguð tungumálakennurum og þeirri áskorun sem uppfærsla kennsluhátta er hverju sinni.

Kennslufræðingurinn Birgit Henriksen, prófessor emirita frá Kaupmannahafnarháskóla, heldur erindi á ensku um efni bókarinnar Hvorfor gor jeg det, jeg gor? (2020). Í erindi sínu, „Why do teachers do what they do?“ mun hún beina sjónum að því hvernig eigin hugmyndir kennara, þekking þeirra og reynsla  í tungumálanámi og -kennslu mótar gjarnan kennsluhætti þeirra. Telur hún að ígrundun eigin starfshátta liggi til grundvallar því að vinnulag kennara kallist á við samtímann og að framþróun verði í kennslu.

Í kjölfar erindis hennar deila tveir tungumálakennarar reynslu sinni og segja frá velheppnuðum kennsluháttum:

Ármann Halldórsson segir frá kennslu í Norræna menntaskólabekknum (NGK) og fjallar um áskoranir tengdar kennslu ensku í íslensku framhaldsskólaumhverfi. Að auki fjallar hann um tungumálakennslu hópa með ólíkan móðurmálsbakgrunn.

Í erindi sínu „Gleði í tungumálakennslu“ fjallar Ragnheiður Kristinsdóttir um fjölbreyttar kennslu- og námsaðferðir sem stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til námsins. Hún spyr einnig hvort námsleikir og leikjavæðing geti glætt virkni nemenda og áhuga þeirra á náminu.

Að lokinni formlegri dagskrá gefst tækifæri til spjalls og ráðagerða yfir léttum veitingum.

Að dagskránni standa Mennta- og barnamálaráðuneyti Íslands, Vigdísarstofnun, STÍL (Samtök tungumálakennara á Íslandi) og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands.

 facebook

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn