Skip to main content

Erfðamengi fababaunarinnar, leið til sjálfbærar framleiðslu matarprótína

Erfðamengi fababaunarinnar, leið til sjálfbærar framleiðslu matarprótína - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. janúar 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Erindið flytur Alan Schulman, rannsóknarprófessor við Líftæknistofnunina og Viikki kjarnann plöntuvísindum við Helsinkiháskóla.

Plöntur eru auðlind orku og næringarefna, en eru misríkar að prótínum. Fababaunir (Vicia faba L.) eru mikið notuð belgplanta sem aðlagast hefur ræktun, og eru mjög prótínríkar. Hinsvegar eru fræinn yfirleitt full af efnasamböndunum vicine og convicine (glýkósíðar byggðir á pyrmidínum), sem geta valdið blóðþurð (e favism) í einstaklingum með vissa arfgerð. Rannsakendur hafa greint erfðamengi fababaunarinnar og virkni gena í því. Með fjölþættri nálgun funda þau að VC1 er lykilensím í nýmyndun á vicine og convicine. Niðurstöðurnar benda til að nýmyndun púrína skiptir líklega meira máli en nýmyndum pýrimidína, fyrir framleiðslu á þessum efnum. Það kann að opna möguleika á þróuna yrkja fababauna sem væru með lægri styrk þessara efna. Það myndi auka möguleika okkar á framleiðslu prótína úr plöntum.

Nánar um rannsóknir Alan Schulman á vef Helsinkiháskóla.

https://researchportal.helsinki.fi/en/persons/alan-schulman/activities/

Mynd af Wikimedia commons

Mynd af Wikimedia commons

Erfðamengi fababaunarinnar, leið til sjálfbærar framleiðslu matarprótína