Skip to main content

Endurmenntun – á vegi vizku & vaxtar

Endurmenntun – á vegi vizku & vaxtar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. nóvember 2023 8:30 til 10:00
Hvar 

Dunhaga 7

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Endurmenntun Háskóla Íslands býður til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um stöðu símenntunar á Íslandi og hvaða þættir það eru sem ýta undir lærdóm og þróun. Hversu mikilvæg er símenntun í hröðu samkeppnisumhverfi samtímans?

Kynntar verða niðurstöður könnunar sem Gallup vann í samstarfi við Endurmenntun HÍ.

Miðvikudaginn 1. nóvember - klukkan 8:30 - 10:00
Dunhaga 7, 107 Reykjavík

Dagskrá:
08.30 - Morgunverður
09:00 – Endurmenntun, sjálfsmynd og framtíðin
Bergur Ebbi
09:20 – Þættir sem ýta undir þróun og vöxt - Könnun meðal starfandi fólks
Tómas Bjarnason
9:40 - Pallborðsumræður
Gylfi Dalmann, Tómas Bjarnason, Halla Jónsdóttir og Adriana Pétursdóttir
Morgunverður í boði frá kl. 8:30

Endurmenntun, sjálfsmynd og framtíðin
Í framsögu sinni fjallar Bergur Ebbi um stöðu þekkingar í heimi tæknibreytinga og um hlutverk endurmenntun í því samhengi. Hefur endurmenntun fyrst og fremst hagnýtt gildi eða verður hún sífellt nauðsynlegri fyrir fólk framtíðar til að ná utan um hugsanir sínar og sjálfsmynd?
Bergur Ebbi er fyrirlesari, rithöfundur og listamaður með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands auk MDes gráðu í framtíðar- og nýsköpunarfræðum. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba eru tæknisaga, sjálfsmynd og fagurfræði. Eftir hann liggja verk á sviði framtíðargreiningar auk fjölda skáldverka á listrænum sviðum.

Þættir sem ýta undir þróun og vöxt
-Könnun meðal starfandi fólks
Að læra og vaxa er grundvallarþörf og aldrei hefur verið mikilvægara fyrir fólk og fyrirtæki að þróast. En hver er staðan á Íslandi? Hefur fólk áhuga á að þróast og er fólk að þróast? Hvar liggur áhugi fólks? Og hvað ýtir undir lærdóm og þróun? Ég fer yfir niðurstöður nýrrar könnunar sem við gerðum í samstarfi við Endurmenntun og greini frá helstu niðurstöðum.
Tómas Bjarnason er sviðsstjóri stjórnendaráðgjafar Gallup. Hann er með doktorsgráðu frá háskólanum í Gautaborg og áratuga reynslu af hagnýtum rannsóknum og ráðgjöf. Tómas hefur unnið fyrir fjölmargar stofnanir og mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Tómas sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra um stjórnun og mannauðstengd mál.

Viðburðurinn á Facebook

Endurmenntun Háskóla Íslands býður til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um stöðu símenntunar á Íslandi og hvaða þættir það eru sem ýta undir lærdóm og þróun. Hversu mikilvæg er símenntun í hröðu samkeppnisumhverfi samtímans?

Endurmenntun – á vegi vizku & vaxtar