Skip to main content

Efling heilbrigðiskerfa í lág- og meðaltekjuríkjum

Efling heilbrigðiskerfa í lág- og meðaltekjuríkjum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. nóvember 2022 9:00 til 10:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Gilbert Tumwine, Háskólanum í Lundi, fimmudaginn 3. nóvember 2022, kl. 10.00 CET

Skráning fer fram hér: https://ucph-ku.zoom.us/webinar/register/WN_3OZLpUHuTYO4jCVOPEXu8A

Um fyrirlesturinn

Aðgangur að  þjónustu á sviði kynheilbrigðis og réttindum tengdum því (e. Sexual Reproductive Health and Rights – SRHR) er nauðsynleg fyrir góða heilsu. Í mörgum lág- og meðaltekjuríkjum (e. Low- and Middle Income Countries – LMIC) er aðgangur að slíkri þjónustu ófullnægjandi þrátt fyrir þörf fyrir hana. Sem dæmi má nefna að næstum helmingur þungana í þessum ríkju er ekki skipulagður og í samræmi við óskir verðandi foreldra. Skortur á kynheilbrigðisþjónustu leiðir til veikinda og dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir, og grefur undan félags- og efnahagslegri þróun. Lítil fjárfesting í heilbrigðiskerfum í lág- og meðaltekjuríkjum leiðir til skorts á mannafla og stofnunum sem geta veitt áreiðanlega, hágæða kynheilbrigðisþjónustu. Þar að auki, í mörgum tilfellum, koma trúarleg og menningarleg viðhorf í veg fyrir aðgengi að skipulögðu forvarnarstarfi þar sem kynheilbrigðisþjónusta er í boði. Í fyrirlestrinum munum við kanna og lýsa því hvernig aukin fræðsla í kynheilbrigði og réttindum tengdum henni getur stuðlað að bættu aðgengi að og eftirspurn eftir slíkri þjónustu á fjölbreyttum trúar- og menningarlegum vettvangi í Afríku og Asíu .

Um Nordic Global Health Talks

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af tíu norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg.

Hér frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina: https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks

 

Gilbert Tumwine, Háskólanum í Lundi

Efling heilbrigðiskerfa í lág- og meðaltekjuríkjum