Skip to main content

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldar

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. október 2022 15:30 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Utanríkisráðuneytið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og viðskiptaráð Íslands og Evrópusambandsins standa fyrir opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. október kl. 15.30.

Hvernig mun samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem undirritaður var fyrir 30 árum, þjóna sameiginlegum hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins á næstu áratugum? Hvaða áhrif mun það pólitíska og efnahaglega umrót í Evrópu, sem rekja má til innrásar Rússa í Úkraínu og annarra nýrra áskorana, hafa á samstarf EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins? Hvaða hlutverki  hefur ESS-samningurinn gegnt þegar fengist hefur verið við þessar áskoranir?

Dagskrá

Gestir boðnir velkomnir

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Opnunarávarp

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra

Lykilerindi

Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins

Að erindum loknum verður boðið upp á pallborðsumræður með lykilfyrirlesurum ásamt þeim Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði og rannsóknastjóra Rannsóknaseturs um smáríki, og Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Utanríkisráðuneytið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og viðskiptaráð Íslands og Evrópusambandsins standa fyrir opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. október kl. 15.30.

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldar