Doktorar að störfum: lykillinn að akademískum stöðum
Zoom
PhDs at Work: The Keys to an Academic Career
Vegna Atvinnudaga HÍ 2024
30. janúar | kl. 16-17 | Zoom
Skráning
Hvað þarf til að ná akademískri ráðningu? Við hverju er að búast handan doktorsnámsins ef maður fær akademíska stöðu? Hvernig býr maður undir sig óvissa framtíð í heimi þar sem það eru miklu færri fastar stöður en doktorsnemar? Reyndir fræðimenn úr ólíkum greinum segja frá eigin atvinnuleit og ráðningarferli og gefa góð ráð byggð á dýrmætri reynslu. Haldið á ensku.
Þátttakendur:
Fahim Quadir, Aðstoðarvararektor, forseti Miðstöðvar framhaldsnáms og nýdoktora & prófessor í hnattrænum þróunarfræðum, Queen´s University, Kanada
Hans Tómas Björnsson, prófessor í læknavísindum, Háskóli Íslands & dósent í erfðafræðum, Johns Hopkins University
Sif Ríkharðsdóttir, prófessor í samanburðarbókmenntum, Íslensku- og menningardeild, Háskóli Íslands
Umræðum stýrir Toby Erik Wikström, verkefnisstjóri við Miðstöð framhaldsnáms & sérfræðingur við Hugvísindastofnun.
Viðburðurinn er hluti af Atvinnudögum HÍ 2024 og Verkfærakistu doktorsnema Miðstöðvar framhaldsnáms. Nánari upplýsingar: tew@hi.is.
Doktorar að störfum: lykillinn að akademískum stöðum fer fram 30. janúar kl. 16.