Skip to main content

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Rafmyntir – vaxandi eignaflokkur

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Rafmyntir – vaxandi eignaflokkur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2022 15:50 til 17:00
Hvar 

Háskólabíó, salur 3

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Daði Kristjánsson flytur fyrirlesturinn Rafmyntir – vaxandi eignaflokkur

Daði er framkvæmdastjóri Visku Digital Assets sem kom á fót fyrsta fjárfestingarsjóðnum á Íslandi sem fjárfestir í rafmyntum.

Daði hefur yfir 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur lengst af starfað á sviði markaðsviðskipta, nú síðast hjá Fossum fjárfestingarbanka.

Daði er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröðinni Bálkakeðjur á miðvikudögum. Markmið fyrirlestraraðarinnar er að kafa ofan í alla anga rafmynta, frá undirliggjandi tækni til nýtingar og fjárfestinga.

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets flytur fyrirlesturinn Rafmyntir – vaxandi eignaflokkur

Bálkakeðjur á miðvikudögum - Rafmyntir – vaxandi eignaflokkur