Skip to main content

Bæta góðar rannsóknir gæði háskólakennslu eða draga úr þeim?

Bæta góðar rannsóknir gæði háskólakennslu eða draga úr þeim? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. apríl 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hagfræðingurinn dr. David Jaeger, prófessor við Háskólann í St. Andrews í Skotlandi fjallar um rannsóknir sínar á því hvort öflugt rannsóknastarf í háskólum hafi neikvæð eða jákvæð áhrif á kennslu.

Innan flestra háskólastofnana er fengist bæði við kennslu og rannsóknir. Hins vegar er tiltölulega lítið vitað um það hvað áhrif hágæðarannsóknir hafa á hágæðakennslu, aðallega vegna skorts á gögnum. Dr. Jaeger ákvað ásamt samstarfssfólki sínu við Háskólann í St. Andrews að ráða bót á því og rýndi í samband rannsókna og kennslu út frá gögnum frá Bretlandi. Í erindinu kynnir hann rannsóknina og niðurstöður hennar sem sýna m.a. að sterkt og jákvætt samband er á milli birtinga rannsókna og ánægju stúdenta með kennslu.

Viðburðurinn er á vegum ConCIV-rannsóknarhópsins og Hagfræðideildar og verður á ensku.

Dr. David Jaeger frá St. Andrews

Bæta góðar rannsóknir gæði háskólakennslu eða draga úr þeim?