Skip to main content

Anna Helga Jónsdóttir: Tengslamyndun COVID-19 nemenda og brotthvarf nemenda úr námi

Anna Helga Jónsdóttir:  Tengslamyndun COVID-19 nemenda og brotthvarf nemenda úr námi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. nóvember 2022 10:30 til 11:30
Hvar 

Endurmenntun við Dunhaga

Naustið

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tengslanetagögnum var safnað í tveimur nemendahópum, nemendum sem hófu háskólanám árið 2017 og nemendum sem byrjuðu í námi árið 2020 þegar heimsfaraldur geisaði. Gögnunum var aflað með sérsmíðuðu tóli í Uglu.  Niðurstöður sýna að nemendur í 2020 hópnum tilgreindu færri tengsl við upphaf náms og kynntust færri samnemendum sínum á fyrsta ári í náminu.

Brotthvarf nemenda úr námi verður einnig skoðað í erindinu og verður kastljósinu beint að nemendum í stærðfræðinámi.

Fyrirlesturinn er fluttur í Málstofu í stærðfræði.  Þau sem hefðu áhuga á að fá tilkynningar um fyrirlestra í Málstofu í stærðfræði geta haft samband við Rögnvald Möller, roggi@hi.is.   Stefnt er að vikulegum fyrirlestrum meðan kennslan stendur yfir..