Skip to main content

Áfangamat Elizabeth Lay

Áfangamat Elizabeth Lay - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. júní 2022 15:00 til 16:00
Hvar 

Menntavísindasvið Stakkahlíð H101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat Elizabeth Lay 8. júní kl. 15

Valdatengsl og breytileiki meðal foreldra og nemenda af erlendum uppruna í íslensku skólastarfi

Í rannsókninni er sjónarhornið á foreldra sem hafa stöðu innflytjenda og börn þeirra í íslensku skólastarfi. Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka valdastöðu innan hópsins þegar kemur að íslensku skólastarfi og þann félagslega breytileika sem finna má meðal innflytjenda með því að skoða samspil kyns, stéttar, uppruna og kynþáttar.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Elizabeth rannsóknarskýrslu sína kl. 15– 16 í H101 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Þau sem ekki komast á staðinn geta fylgst með á Zoom:

https://eu01web.zoom.us/j/64286892907

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. 

Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Sirpa Lappalainen dósent við Helsinkiháskóla í Finnlandi og dr. Ee-Seul Yoon lektor við Manitobaháskóla í Kanada. Aðalleiðbeinandi er dr. Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor við Menntavísindasvið og meðleiðbeinandi dr. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr. Atli Harðarson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og dr. Steingerður Ólafsdóttir er ritari.