Skip to main content

Áfangamat: Auður Björgvinsdóttir

Áfangamat: Auður Björgvinsdóttir  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. nóvember 2023 15:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H-205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mat á framkvæmd félagakennslu í 1.bekk og áhrifum hennar á lestrarfærni nemenda í 1. og 2. bekk

Markmið rannsóknarinnar er að öðlast betri skilning á framkvæmd og áhrifum lestrarkennslu í yngstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Sjónum er sérstaklega beint að börnum sem eru metin í áhættu á lenda í lestrarvanda. Rannsóknin er tvíþætt, annars vegar var gerð könnun á landsvísu til að afla upplýsinga um hvernig lestrarfærni er metin í 1. bekk. Hins vegar var notuð (hálf)-slembuð samanburðarrannsókn til að meta áhrif þess að nota markvissa hljóðaaðferð og félagakennslu sem hluta af lestrarkennslu í 1. og 2. bekk á lestrarfærni barna sem hefja grunnskólagöngu með minnstu undirstöðufærnina.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Auður rannsóknarskýrslu sína kl. 15–16 í stofu H-205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68741089454   

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Christopher J. Lemons, dósent við Stanford Háskóla í Bandaríkjunum og Nathan Clemens, dósent í sérkennslufræðum við University of Texas, Austin.  Aðalleiðbeinandi er dr. Anna Lind Pétursdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, meðleiðbeinandi dr. Kristen McMaster prófessor við Minnesotaháskóla, og sérfræðingar í doktorsnefnd dr. Kristján Ketill Stefánsson lektor við Menntavísindasvið HÍ og Sigurgrímur Skúlason, aðjunkt við Sálfræðideild HÍ. Dr. Atli Harðarson prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.