Skip to main content

Áfangamat: Amelia Jara Larimer

Áfangamat: Amelia Jara Larimer - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. nóvember 2023 15:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H205

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ójöfn tækifæri til lestrarnáms á Íslandi: Mat á framförum barna í lestrarfærni í fyrsta bekk með áherslu á verðandi fjöltyngd börn

Í þessari rannsókn er metinn hugsanlegur skortur á tækifærum barna til að tileinka sér grunnfærni í lestrarnámi. Sérstök áhersla er lögð á að leggja mat á þau tækifæri sem nemendur í áhættuhópum fyrir lestrarvanda og verðandi fjöltyngd börn fá til að tileinka sér slíka grunnfærni. Hluti rannsóknarinnar er fólginn í greiningu þátta sem taldir eru styðja við lestrarfærni verðandi fjöltyngdra barna. Rannsóknin styðst að mestu við megindlega aðferðarfæði. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að stuðla að bættri lestrarfærni fjöltyngdra barna í íslenskum skólum á fyrstu stigum lestrarnáms.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Amelia rannsóknarskýrslu sína kl. 15–16 í stofu H-205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/67178876976   

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Matthew Burns, prófessor við University of Florida, Bandaríkjunum og dr. Sylvia Linan-Thompson dósent við University of Oregon, Bandaríkjunum.  Aðalleiðbeinandi er dr. Anna Lind Pétursdóttir, prófessor við Menntavísindasvið, HÍ og sérfræðingur í doktorsnefnd er dr. Kristján Ketill Stefánsson lektor við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.