Skip to main content

Aðgengi að íslenskum menningararfi erlendis: skiptir það máli?

Aðgengi að íslenskum menningararfi erlendis: skiptir það máli? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. febrúar 2023 12:00 til 13:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Guðrún Sveinbjarnardóttir (UCL) flytur erindi í fyrirlestraröðinni Nýjar rannsókni rí fornleifafræði sem Félag fornleifafræðinga og námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands standa að. Fyrirlesturinn nefnist „Aðgengi að íslenskum menningararfi erlendis: skiptir það máli?“

Fyrirlesturinn verður á Zoom miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12:00-13:00. Smellið hér til að fara á streymið.

Útdráttur

Í Bretlandi er nokkur fjöldi íslenskra gripa á söfnum sem bárust þangað aðallega á seinna helmingi 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Í verkefninu sem er undirstaða þess sem fjallað verður um í þessum fyrirlestri og ber heitið Íslenskir gripir á söfnum í Bretlandi, var leitast við að finna og skrá þessa gripi og grafast fyrir um það hverjir það voru sem voru að safna þeim og selja eða gefa söfnunum, og hvaða hugmyndafræði lá þar að baki. Í flestum tilvikum er um að ræða úrval vandaðra gripa íslenska bændasamfélagsins á 18. og 19. öld sem eiga sér hliðstæður á söfnum á Íslandi, þó að þar megi finna undantekningar.

Farið verður yfir helstu niðurstöður verkefnisins og hverju þær skila íslenskri menningarsögu. Aðgengi að upplýsingum um þessa gripi er misgott í safnskrám hinna ýmsu safna sem veita aðgang að þeim á heimasíðum sínum. Á sumum þeirra er slík þjónusta ekki til staðar. Þetta verður tíundað og spáð í hvað mætti gera til úrbóta í ljósi þess að rannsóknir á þessu sviði stefna í það að fara sífellt meira fram í gegnum rafræna miðla.

Guðrún Sveinbjarnardóttir.

Aðgengi að íslenskum menningararfi erlendis: skiptir það máli?