Að hasla sér völl: tækifæri í hugvitahagkerfi Íslands fyrir doktora
Zoom
Getting in on the Action: Opportunities in the Icelandic Knowledge Economy for PhDs
Pallborðsumræður vegna Atvinnudaga HÍ 2024
30. janúar 2024 | kl. 12-13 | Zoom
Skráning
Þátttakendur
Þorbjörg Helga (Tobba) Vigfúsdóttir - framkvæmdastýra, Kara Connect
Amber Monroe - eigandi, Isponica
Einar Mäntylä, - framkvæmdastjóri, Auðna - Technology Transfer Office Iceland
Í dag er íslenska hagkerfið meira en fiskútflutningur og ferðamennska. Fjölmörg þekkingarfyrirtæki hafa verið stofnuð síðustu árin í starfsgreinum á borð við græn orku, lyfjaframleiðslu og hugbúnaðarþróun. En hvernig lítur þetta nýja hugvitalandslag nákvæmlega út og hvaða atvinnutækifæri býður það upp á fyrir doktora?
Fundargestir halda stutt erindi sem veita okkur yfirsýn yfir spennandi þekkingarhagkerfi í síþróun, benda á fyrirtæki og stofnanir líklega til að hafa áhuga á doktorum og skýra út hvernig doktorar með mikla menntun en kannski minni vinnureynslu geta haslað sér völl í hinum nýja þekkingarheim.
Umræðum stýrir Toby Erik Wikström, verkefnisstjóri við Miðstöð framhaldsnáms & sérfræðingur við Hugvísindastofnun.
Viðburðurinn verður haldinn á ensku og er hluti af Atvinnudögum HÍ 2024 og Verkfærakistu doktorsnema Miðstöðvar framhaldsnáms. Nánari upplýsingar: tew@hi.is.
Að hasla sér völl: tækifæri í hugvitahagkerfi Íslands fyrir doktora fer fram 30. janúar kl. 12.