Alþjóðadagar 2024
Háskólasvæðið
Á dagskrá verða kynningar á möguleikum á námi erlendis, alþjóðatorg, happdrætti, barsvar, karaókí og margt fleira.
Alþjóðadagar eru árviss viðburður í Háskóla Íslands en markmið þeirra er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.
DAGSKRÁ
Kynningar á skiptinámi og starfsþjálfun, sem eru opnar nemendum HÍ, verða í gangi alla dagana. Þá verða styttri námsdvalir kynntar en þeim er ætlað að gera enn fleirum kleift að taka hluta af náminu erlendis.
Nemendur sem nú eru í skiptinámi og starfsþjálfun taka yfir Instagram Alþjóðasviðs og Háskólans og veita innsýn í námsdvöl erlendis og svara spurningum áhugasamra.
Nemendur og starfsfólk geta einnig tekið þátt happdrætti og unnið til veglegra verðlauna.
Stúdentakjallarinn verður jafnframt einn af miðpunktum Alþjóðadaga þar sem fjörið mun ráða ríkjum.
ALÞJÓÐATORGIÐ
Fimmtudaginn 7. nóvember er svo komið að hápunkti Alþjóðadaga á Háskólatorgi milli kl. 11.30-13.30. Þar geta nemendur kynnt sér skiptinám, starfsþjálfun og styttri dvalir, auk náms á eigin vegum.
Fyrrum og núverandi skiptinemar, fulltrúar frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum verða til viðtals á torginu. Svið og deildir innan HÍ og starfsfólk Alþjóðasviðs verða einnig á staðnum og veita upplýsingar um námsdvöl erlendis.
Starfsfólk Háskólans getur kynnt sér möguleika á Erasmus+ kennara- og starfsmannaskiptum.
Markmið Alþjóðadaga er að vekja athygli á alþjóðlegu samstarfi Háskólans og þeim fjölmörgu tækifærum sem standa nemendum og starfsfólki til boða um allan heim.