Skip to main content

Samlífi fólks og örvera í daglegu lífi

Samlífi fólks og örvera í daglegu lífi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. apríl 2024 9:00 til 12. apríl 2024 17:00
Hvar 

Þjóðminjasafn Íslands

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á þessari tveggja daga ráðstefnu í Þjóðminjasafni Íslands verður fjallað um örverur og menningu með fjölbreyttri þverfræðilegri nálgun.

Hvað er það sem sameinar skyr, súrdeigsmæður, bokashi-fötur og þurrklósett? Hvaða áhrif hafa umhverfismál á þarmana í okkur? Til þess að svara þessum spurningum þurfum við nýtt sjónarhorn. Örveruheimurinn sem umlykur okkur, að innan og utan, bæði hýsir okkur og nærir. Þótt hann sé að mestu leyti hulinn mennskum augum, þá er hann lykillinn að framtíð mannkyns í síkvikum heimi.

Fyrirlesarar koma frá ólíkum þekkingarsviðum, eins og örverufræði, matvælafræði, þjóðfræði, mannfræði, næringarfræði, félagsfræði, heilsuhugvísindum, hönnun og sviðslistum; en eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á mikilvægi samlífis fólks og örvera fyrir umhverfi, heilsu, félagsleg tengsl og menningu.

Heimasíða ráðstefnunnar >

Öndvegisverkefnið SYMBIOSIS: Samlífi fólks og örvera í daglegu lífi er samstarfsverkefni námsbrautar í félags-, mann- og þjóðfræði; námsbrautar í matvæla- og næringarfræði; MATÍS; Hönnunarsafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands

Samlífi fólks og örvera í daglegu lífi