Miðbiksmat í lífverkfræði - Svava Kristinsdóttir
VR-II
Stofa 257
Heiti verkefnis: Stoðefni til mjúkvefja styrkingar
Nemandi:Svava Kristinsdóttir
Doktorsnefnd:
Sigrún Nanna Karlsdóttir, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Sigurður Brynjólfsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Óttar Rolfsson, prófessor við Læknadeild HÍ
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, prófessor og forseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík
Ágrip
Við skaða á vef í kjölfar áverka eða annars veikleika geta lífræn stoðefni veitt frumum ákjósanleg stuðning bæði sem stoðgrind og vegna lífefnafræðilegra eiginleika til þess að flýta gróanda. Vegna þarfar á betri útkomu eru lífræn stoðefni nú talin vera lykilatriðið til styrkingar mjúkvefs í t.d kviðslitsaðgerðum, brjóstaendursköpun og sáragróanda . Markmið verkefnisins er að framleiða lífrænt stoðefni sem styður við gróanda.