TUM tímarit - Útgáfuhóf
Hvenær
14. febrúar 2024 15:00 til 17:00
Hvar
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Stofa H-101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Út er kominn 32. árgangur Tímarits um Uppeldi og menntun og af því tilefni verður blásið til útgáfu- og kynningarhófs miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 15:00 í stofu H - 101 á Menntavísindasviði í Stakkahlíð.
Tvær greinar úr nýjasta ritinu verða kynntar ásamt einni grein úr hausthefti 2022.
- Sólveig Björg Pálsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson kynna grein sína „Drasl sem gull“: Áhersla leikskóla á opinn efnivið og val barna á leikjum í kynjafræðilegu ljósi.
- Álfheiður Tryggvadóttir og Sigrún Gunnarsdóttir kynna grein sína „Þetta er bara að hoppa út í djúpu laugina og gera sitt besta“: Upplifun og líðan grunnskólakennara í upphafi starfs.
- Þóra Björg Sigurðardóttir kynnir grein sína „Er ég að gera vel í lífinu?“: Siðfræði og sjálfsþekking í Gísla sögu Súrssonar.
Boðið verður upp á léttar veitingar að kynningum loknum
Hlökkum til að sjá ykkur