Skip to main content

Málstofa um gervigreind og persónuvernd

Málstofa um gervigreind og persónuvernd - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2024 13:00 til 14:00
Hvar 

Lögberg

L-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Lagastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu á sviði persónuverndarréttar um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga. Málstofan fer fram miðvikudaginn 7. febrúar nk.

Þar fjallar Hörður Helgi Helgason lögmaður um áskoranir sem þróun, innleiðing og notkun gervigreindar skapar gagnvart persónuverndarlöggjöfinni og hvert stefnir í því sambandi.

Þá fjallar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar um hvernig álitaefni um notkun gervigreindar birtast í framkvæmd stofnunarinnar í dag. Fundarstjóri er Björg Thorarensen hæstaréttardómari. Málstofan verður haldin í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands, og stendur frá kl. 13-14.
 

Málstofa á sviði persónuverndarréttar um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga.

Málstofa um gervigreind og persónuvernd