Skip to main content

Miðbiksmat í ferðamálafræði - Þórný Barðadóttir

Miðbiksmat í ferðamálafræði -  Þórný Barðadóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. janúar 2024 12:30 til 13:30
Hvar 

Askja

Stofa 130

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Streymi

Heiti ritgerðar: Hreyfanleiki (á) Melrakkasléttu. Etnógrafísk rannsókn á staðarmyndun, ferðamálum og öðrum hreyfanleika á jaðarsvæði.

Doktorsnefnd: Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund, prófessorar við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Jo Vergunst, dósent við Mannfræðideild Háskólans í Aberdeen í Skotlandi.

Ágrip

Eins og titillinn gefur til kynna þá fjallar doktorsrannsókn Þórnýjar um ferðamál og annan hreyfanleika á jaðarsvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Í rannsókninni er sjónum beint að Melrakkasléttu og því hvernig þeir sem best þekkja hana sjá og sinna ferðaþjónustu í þessu dreifbýla héraði.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu niðurstöður auk þess sem staða og næstu skref doktorsverkefnisins verða kynnt.