Skip to main content

Umræður um bókina Verufræði eftir Björn Þorsteinsson

Umræður um bókina Verufræði eftir Björn Þorsteinsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. nóvember 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heimspekistofnun stendur fyrir umræðum um bókina Verufræði eftir Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við HÍ. Viðburðurinn verður haldinn þann 23. nóvember kl. 15:00-16:30 í stofu A220, Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir, sem báðar eru prófessorar í heimspeki við HÍ, munu ræða efni bókarinnar og Björn mun bregðast við erindum þeirra. Umræðurnar verða á íslensku og viðburðurinn er öllum opinn.

Um bókina:

Hvað er til og hvað er að vera (til)? Er ekkert annað til en efnið? Hvað með vitund eða skynjun? Spurningar af þessum toga eru viðfangsefni verufræðinnar og þar með þessarar bókar. Í henni er sett fram kenning sem kalla má verufræði skynsins. Fyrst er fjallað um grunnatriði verufræðinnar út frá þremur sígildum vandamálum en síðan er rætt um verufræðilegar afleiðingar skammtafræðinnar, þeirrar greinar eðlisfræðinnar sem fæst við innstu gerð efnisins. Sú umræða leiðir til þeirrar hugmyndar að vitundina megi skilja sem afbrigði af því sem kalla má skyn og býr í efninu á hliðstæðan hátt og vitundin býr í líkamanum. Efnið er skyn, rétt eins og líkaminn er vitund. Í ljós kemur að skynið helst í hendur við þá iðju verunnar að birtast og sú birting er margvísleg og fjölbreytileg. Veran er ein – en hún er líka margt!

Björn Þorsteinsson.

Umræður um bókina Verufræði eftir Björn Þorsteinsson