Skip to main content

Miðbiksmat í efnafræði - Satyaki Chatterjee

Miðbiksmat í efnafræði - Satyaki Chatterjee - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. nóvember 2023 15:30 til 17:00
Hvar 

Askja

N-130

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemandi: Satyaki Chatterjee

Titill verkefnis: Nýmyndun skautunarefna fyrir DNP-NMR litrófsgreiningu.

Doktorsnefnd: Guðmundur G. Haraldsson, prófessor emeritus við Raunvísindadeild HÍ.
Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ.
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, dósent við Raunvísindadeild HÍ.

Ágrip

Auking á kjarnaskautun (e. Dynamic Nuclear Polarization,DNP) er nýleg og mikilvæg tækni til að auka styrk merkja í kjarnasegulgreiningu (e. Nuclear Magnetic Resonance, NMR), með því að flytja skautun frá ópöruðum rafeindum (stakeindum) til NMR-virkra kjarna. Það er mikill áhugi fyrir því að þróa stakeindir, einnig kölluð skautunarefni, sem geta flutt skautunina á áhrifaríkan hátt í DNP-NMR. Fyrir fastefna NMR eru bestu skautunarefnin tvístakeindir, t.d. tví-nítroxíðið AsymPol-POK sem var þróað á rannsóknarstofu okkar. Þrátt fyrir að AsymPol-POK sé frábært skautunarefni, gefur efnasmíði þess lágar heimtur. Lýst verður hönnun, efnasmíð og prófun (þar á meðal með DNP-NMR) nýrra vatnsleysanlegra AsymPol afleiða sem auðveldara er að smíða en AsymPol-POK. Einnig verður efnasmíði AsymPol-afleiða fyrir lífræn leysiefni lýst og rúmefnafræðilegum áhrifum á skautunarhæfni þess. Ennfremur verður efnasmíði tvívetnisafleiða AsymPol kynnt, en þær gefa innsýn í flutning skautunar frá skautunarefninu til efnisins sem verið er að mæla. Að lokum verður trítýl-nítroxíð tvístakeindum fyrir hásviðs DNP NMR lýst, ásamt hönnun á endurbættum afleiðum sem smíðuð verða.

Satyaki Chatterjee

Miðbiksmat í efnafræði - Satyaki Chatterjee