Skip to main content

Verkalýðshreyfing, söguritun og mýtur

Verkalýðshreyfing, söguritun og mýtur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. nóvember 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sumarliði Ísleifsson, dósent í hagnýtri menningarmiðlun í Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Verkalýðshreyfing, söguritun og mýtur. Málstofan er í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 16:00-17:00.

Allir velkomnir

Um erindið:

Fjöldi verka hefur verið ritaður um íslenska verkalýðshreyfingu á undanförnum árum og áratugum. Í erindi sínu mun Sumarliði ræða um nokkur einkenni á þessari söguritun. Hvaða áherslur hafa komið þar fram og hvernig hefur mikilvægum þáttum í sögu hreyfingarinnar verið lýst?  Sumarliði leggur mat á hvað er ógert á þessu sviði.

Sumarliði Ísleifsson, dósent í hagnýtri menningarmiðlun, í Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.

Verkalýðshreyfing, söguritun og mýtur