Skip to main content

Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi á 18. öld í alþjóðlegu samhengi

Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi á 18. öld í alþjóðlegu samhengi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
31. október 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi á 18. öld í alþjóðlegu samhengi.

Málstofan verður í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 31. október kl. 16:00-17:00.

Um erindið:

Mikil gróska hefur að undanförnu verið í rannsóknum á eigna- og tekjudreifingu í Evrópu á árnýöld og hafa þær breytt hugmyndum manna um þróun ójafnaðar í álfunni. Hvað er hægt að segja um efnahagslegan ójöfnuð á Íslandi á þessum tíma og hvernig var hann í samanburði við önnur lönd? Í erindinu greini ég frá athugun minni á eignadreifingu á Íslandi um 1700 og nota vel þekktar tölfræðilegar aðferðir til þess. Niðurstöðurnar eru bornar saman við svipaðar erlendar rannsóknir og einnig er sagt frá ríkasta fólkinu á Íslandi á þessum tíma.

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ.

Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi á 18. öld í alþjóðlegu samhengi