Skip to main content

Miðbiksmat í tölvunarfræði - Dirk Helmrich

Miðbiksmat í tölvunarfræði - Dirk Helmrich - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2023 14:00 til 15:00
Hvar 

Gróska

Fenjamýri (1. hæð) og í streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Hlekkur á streymi: https://eu01web.zoom.us/j/6472509958

Nemandi: Dirk Helmrich

Titill verkefnis: Samhliða og stigfrjálsar vélnámsaðferðir fyrir myndvinnslukerfi sem nýta ofurtölvur með viðbótar hermigögnum.

Doktorsnefnd: Morris Riedel - Professor - Head of National Competence for HPC & AI at Julich and University of Iceland.
Ebba Þóra Hvannberg - Professor of Computer Science at the University of Iceland.
Jens Henrik Göbbert - Research Scientist for High Performance Computing and Visualization at Scale bei Forschungszentrum Jülich.
Hanno Scharr - Research Scientist at Forschungszentrum Jülich.

Ágrip

Nýting gervigagna er lykilatriði í hagnýtri notkun vélnámsreiknirita. Í líffræðilegri myndvinnslu, sérstaklega á raunverulegum uppsetningum í feltinu, er nánast ómögulegt að safna nauðsynlegum gögnum til að styðja við flæði í myndgreiningarferli sem notað er í rannsóknum. Markmið verkefnisins er að takast á við þessar áskoranir með því að nota sýndarsenur og sjónræningu plantna. Til að það sé hægt verða vélnámsreiknirit og gagnasmiðir að vera stigfrjáls, bjóða upp á greiningu á þjálfun, hafa harðger úttakslíkön og árangrsríkar tengingar við hagnýta notkun. Verkefnið mun nota sýndarsenur og nútíma myndsetningu til að framleiða óendanlegan straum af nýjum gögnum. Þetta opnar ekki aðeins möguleika á að endurbæta líkanþjálfun eða jafnvel fást við erfiðari vandamál, en reynir á getu dreifðrar vélnámstækni og vekur upp spurningar um hve mikið vélnámshögunin getur lært. Flæðilíkanið fyrir hugmyndina er framleiðsla á sýndarökrum sem verður nýtt til að greina plöntuheilbrigði. Framlag doktorsritgerðarinnar verður dreifður þjálfunarrammi sem er byggður á gervigögnum, myndraunverulegar sýndarsenur og tauganet fyrir plöntugreiningu sem ræður við stærðir sambærilegar við það sem gerist í feltinu.

Dirk Helmrich

Miðbiksmat í tölvunarfræði - Dirk Helmrich