Skip to main content

Hraðnámskeið í slóvakísku

Hraðnámskeið í slóvakísku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. október 2023 13:20 til 25. október 2023 14:50
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði, stofa 201, 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriggja daga hraðnámskeið í slóvakísku verður haldið dagana 23.-25. október kl. 13:20-14:50 í Veröld - húsi Vigdísar.

Á námskeiðinu verða kennd grunnvallaratriði í slóvakísku máli og menningu með áherslu á fyrstu kynni og grunnorðaforða í samskiptum. Kennari er Dr. Lenka Štvrtecká frá Konstantínháskóka í Nitra í Slóvakíu.

Námskeiðið er opið öllum án endurgjalds og skráningar.

facebook

- - -

Boðið er upp á námskeiðið sem hluta af samstarfsferkefni sérfræðinga og kennara úr Konstatnínháskóla í Nitra í Slóvakíu, Árnastofnun, námsleið í hagnýtri íslensku við Háskóla Íslands og Vigdísarstofnun - alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar, sem stendur yfir veturinn 2023-24. Aðaláhersla verkefnisins er á miðlun þekkingar og reynslu í kennslu þjóðarmála til erlendra námsmanna t.d. skiptinema og innflytjenda, bæði í staðkennslu og fjarnámi auk þess sem fjallað verður um nýjustu tækni og aðferðir í annarsmálskennslu. Verkefnið er stutt af Uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi.

Hraðnámskeið í slóvakísku

Hraðnámskeið í slóvakísku