Skip to main content

Hádegisleiðsögn um List-mílu tvö

Hádegisleiðsögn um List-mílu tvö - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. október 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Anddyri

Nánar 
Aðgangur ókeypis

María Margrét Jóhannsdóttir listfræðingur mun leiða gesti um nýjustu sýningu Listasafns Háskóla Íslands – List-míla tvö. Á sýningunni má sjá fjölbreytt úrval verka úr safneign listasafnsins sem draga upp áhugaverða mynd af íslenskri listasenu síðustu áratuga og fram til okkar dags.

Valin hafa verið 70 listaverk eftir 46 listamenn og er íslensk samtímalist þar áberandi. Sjá má verk eftir listamenn á borð við Gabríelu Friðriksdóttur, Margréti Blöndal, Steingrím Eyfjörð, Helga Þórsson og Guðmund Thoroddsen, en einnig eldri verk eftir listamenn á borð við Þorvald Skúlason, Karl Kvaran og Guðmundu Andrésdóttur.

Leiðsögnin hefst í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og endar í Veröld - húsi Vigdísar en sýningin er í fimm byggingum Háskóla Íslands: Aðalbyggingu, Gimli, Háskólatorgi, Odda, Veröld – húsi Vigdísar og í tengigöngum á milli bygginganna.

Markmið sýningarinnar er að gefa almenningi færi á að kynnast safneign Listasafns Háskóla Íslands sem telur um 1600 verk. Sýningarstjórar eru Kristján Steingrímur, safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, og Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Listasafnsins. 

María Margrét Jóhannsdóttir listfræðingur mun leiða gesti um nýjustu sýningu Listasafns Háskóla Íslands – Listmíla tvö. Á sýningunni má sjá fjölbreytt úrval verka úr safneign listasafnsins sem draga upp áhugaverða mynd af íslenskri listasenu síðustu áratuga og fram til okkar dags.

Hádegisleiðsögn um List-mílu tvö