Skip to main content

Miðbiksmat í umhverfisverkfræði - Sarah Olson

Miðbiksmat í umhverfisverkfræði - Sarah Olson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2023 12:30 til 14:00
Hvar 

Árnagarður

304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemandi: Sarah Olson

Titill verkefnis: Að lifa innan 1,5 gráðu hlýnunarmarka: Greining á neysludrifnu kolefnisfótspori á Norðurlöndunum.

Leiðbeinandi: Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Doktorsnefnd: Áróra Árnadóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og Juudit Ottelin, dósent við Norwegian University of Science and Technology.

Ágrip

Breytingar á neysluvenjum einstaklinga eru nauðsynlegar svo að unnt verði að standa við að rjúfa ekki 1,5 gráðu hlýnunarmarkið. Efnuð lönd og einstaklingar hafa hátt neysludrifið kolefnisfótpor sem þýðir að þar eru einnig miklir möguleikar á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til að kanna þessa möguleika og sjá hvernig hægt er að lifa lífsstíl sem samræmist 1,5 gráðu hlýnunarmörkunum notuðum við gögn úr könnun sem gerð var til að reikna út neysludrifið kolefnisfótspor einstaklinga á Norðurlöndunum. Könnuninni bárust um 8.000 svör og kolefnisfótsporin voru reiknuð út með inntaks-úttaks blendingsmatslíkani. Á heildina litið voru meðal kolefnisfótspor svarenda yfir því sem telst samræmast 1,5 gráðu hlýnunarmörkum. Hins vegar voru um 13% svarenda könnunarinnar sem lifðu innan 1,5 gráðu markanna. Lágkolefnisneyslukostirnir sem tengdust lægstu kolefnisfótsporunum voru meðal annars að borða grænkera eða grænmetisfæði, vera bíllaus og ekki fljúga. Endurkastsáhrifin í tengslum við þessa lágkolefna neyslukosti voru almennt takmörkuð og óveruleg sem er andsætt niðurstöðum margra fyrri rannsókna. Þáttaka í mörgum af þeim neyslukostum sem hafa lágt kolefnisspor var lág. Forsenda þess að svarendur væru með kolefnisfótspor innan 1,5 gráðu hlýnunarmarka var að þeir tækju upp marga af þeim neyslukostum sem hafa lágt kolefnisfótspor. Þessi rannsókn sýnir möguleikana á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem leiðir af mismunandi lágkolefna neyslukosta við norrænar aðstæður og undirstrikar nauðsyn þess að einstaklingar taki upp fleiri en einn af þeim kostum.

Sarah Olson

Miðbiksmat í umhverfisverkfræði - Sarah Olson