Skip to main content

Kynning á Norrænu Afríkustofnuninni

Kynning á Norrænu Afríkustofnuninni     - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. október 2023 14:00 til 15:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

- 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Norræna Afríkustofnunin (NAI) í Uppsölum í Svíþjóð er vettvangur fyrir margvíslegt samstarf um rannsóknir í Afríku.

Stefán Hrafn Jónsson sviðsforseti Félagsvísindasviðs opnar fundinn en á honum munu fulltrúar stofnunarinnar kynna
starfsemi sína og þau fjölmörgu tækifæri sem hún býður uppá fyrir háskólastarfsmenn og nemendur.

Fundurinn er einnig gott tækifæri fyrir áhugafólk um rannsóknarsamstarf um málefni Afríku að tengjast stofnuninni. 

Fyrirlesarar eru Stefán Hrafn Jónsson sviðsforseti FVS og Therese Sjömander Magnusson forstöðukona NAI. 

Fundurinn er haldinn í samstarfi við utanríkisráðuneytið.