Skip to main content

Mótun Evrópu frá jaðrinum

Mótun Evrópu frá jaðrinum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. október 2023 10:00 til 15:30
Hvar 

Þjóðminjasafn - fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefnan fjallar með gagnrýnum hætti um Evrópu með því að gera jaðar hennar miðlægan.

 

Viðburðurinn er haldinn í tilefni af útgáfu bókarinnar Creating Europe from the Margins: Mobilities and Racism in Postcolonial Europe (Routledge, ágúst 2023) í ritstjórn Kristínar Loftsdóttur, Brigitte Hipfl og Sandra Ponzanesi, en þar koma nokkrir höfundanna saman og kynna kaflana sína. Þeir skoða meðal annars spennu og tengsl á milli skiptingarinnar í hnattrænt norður og suður, sem og skiptingu innan Evrópu sjálfrar. Lögð er áhersla á að skoða Evrópu frá þverfræðilegu sjónarhorni, sem tekur jafnframt mið af kynþáttahyggju og nýlendusögu Evrópu.

Bókin er einn lykilafrakstur verkefnisins CERM (Creating Europe though Racialized Mobilities) sem er styrkt af Rannsóknarsjóði Íslands. Verkefninu er stýrt af Kristínu Loftsdóttur. Home - CERM (hi.is)

 

Hlekkur á bókina: https://www.routledge.com/Creating-Europe-from-the-Margins-Mobilities-and-Racism-in-Postcolonial/Loftsdottir-Hipfl-Ponzanesi/p/book/9781032209791

 

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Kápa bókarinnar Creating Europe from the Margins: Mobilities and Racism in Postcolonial Europe

Mótun Evrópu frá jaðrinum