Skip to main content

Opnun pólskra daga og fyrirlestur um Gdynia

Opnun pólskra daga og fyrirlestur um Gdynia - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. september 2023 16:30 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði á 2. hæð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands efnir til pólskra daga 11. til 14. september í samstarfi við Háskólann í Varsjá og Sendiráð Póllands í Reykjavík. (Sjá dagskrá).

Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, og Justyna Zych frá Varsjárháskóla setja pólsku dagana í Veröld - húsi Vigdísar (heimasvæði á 2. hæð) mánudaginn 11. september kl. 16:30. Að því loknu flytur Małgorzata Malinowska, frá Varsjárháskóla, fyrirlestur sem nefnist „Gdynia – hamingjusamasta borg Póllands.“ 

Um fyrirlesturinn: Gdynia, „borgin sem mótuð er af hafi og draumum”, endurreisti stöðu Póllands sem þjóð með sína eigin höfn við Eystrasaltið. Sköpun Gdynia er saga af djörfum borgarskipuleggjendum, arkitektum og verkamönnum sem þangað komu í leit að betra lífi.

Að fyrirlestri loknum býður sendiráð Póllands í Reykjavík upp á léttar veitingar.

Dagskrá pólskra daga fer fram á ensku og aðgangur er öllum opinn og ókeypis.

Małgorzata Malinowska, frá Varsjárháskóla, flytur fyrirlestur sem nefnist „Gdynia – hamingjusamasta borg Póllands.“ 

Opnun pólskra daga og fyrirlestur um Gdynia