Skip to main content

Metnaður í mælingum? Mat á hagsæld fyrr og nú

Metnaður í mælingum? Mat á hagsæld fyrr og nú - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. september 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, heldur fyrsta fyrirlesturinn í Málstofu í félags- og hagsögu á þessu misseri. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Metnaður í mælingum? Mat á hagsæld fyrr og nú“.

Málstofan verður í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 5. september kl. 16:00-17:00.

Í fyrirlestrinum verður birtu brugðið á þróun hagsældarmælinga samfélaga. Þar má nefna verga landsframleiðslu og síðari tíma mælitæki. Þó verður ekki aðeins fjallað um heildahagfræðilega mælikvarða, heldur einnig hvernig eindahagfræðin hefur brugðist við þegar mæla þarf mikilvægi gæða sem vandasamt er að meta. Þar má nefna heilsu, umhverfisgæði, félagsauð og fleira. Sérstaklega verður fjallað um verkefni rannsóknarhópsins ConCIV (Teymis um tekjuuppbót) sem leggur áherslu á að meta virði óáþreifanlegra gæða. Hópurinn hefur verið virkur síðan 2016 og hafa 25 innlendir og erlendir vísindamenn komið að starfinu.

Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands.

Metnaður í mælingum? Mat á hagsæld fyrr og nú