Skip to main content

„Traðkað á rangri kynslóð.“ Mótmæli gegn ísraelskum stjórnvöldum eftir COVID-faraldurinn

„Traðkað á rangri kynslóð.“ Mótmæli gegn ísraelskum stjórnvöldum eftir COVID-faraldurinn - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. ágúst 2023 16:00 til 17:30
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dani Schrire,  dósent við Hebreska háskólann í Jerúsalem, flytur fyrirlestur mánudaginn 28. ágúst kl. 16 í Odda 101 undir yfirskriftinni „Traðkað á rangri kynslóð.“ Mótmæli gegn ísraelskum stjórnvöldum eftir kórónuveirufaraldurinn.

Mótmælaaldan gegn ísraelskum stjórnvöldum á árunum 2020-2021 er umfjöllunarefni þessa fyrirlesturs ásamt þeim mótmælaaðgerðum sem nú standa yfir gegn lagabreytingum ríkisstjórnar Netanyahu. Dani Schrire tengir aðgerðir mótmælenda, og sviðsetningu þeirra, sérstaklega við umbyltingar í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þar má nefna aukinn sýndarveruleika og þau viðbrigði að snúa aftur til beinna mannlegra samskipta. Slíkar umbyltingar kunna einnig að hafa mikla þýðingu í breiðari víðara samhengi. Fyrirlesturinn er á ensku og eru allir velkomnir!

Dani Schrire er dósent við Hebreska háskólann í Jerúsalem og leiðir þjóðfræði- og menningarfræðideildina þar. Hann var nýdoktor við þjóðfræðistofnunina í Göttingen og Katz rannsóknarmiðstöðina í gyðinglegum fræðum við Háskólann í Pennsylvaníu. Milli þess sem hann mótmælir á götum úti, syngur með hnefann á lofti, teppir umferðargötur og verður fyrir árásum lögreglumanna á hestbaki stundar hann rannsóknir m.a. á þjóðfræði gyðinga í alþjóðlegum tengslanetum, göngu sem menningarlegu og pólitísku fyrirbrigði, þjóðfræðasöfnum og póstkortum af „landinu helga“ á umbrotatímum.

Dani Schrire,  dósent við Hebreska háskólann í Jerúsalem, flytur fyrirlestur mánudaginn 28. ágúst kl. 16 í Odda 101 undir yfirskriftinni „Traðkað á rangri kynslóð.“ Mótmæli gegn ísraelskum stjórnvöldum eftir kórónuveirufaraldurinn.

„Traðkað á rangri kynslóð.“ Mótmæli gegn ísraelskum stjórnvöldum eftir COVID-faraldurinn