Skip to main content

Ráðstefna: Ofbeldi á óvissutímum

Ráðstefna: Ofbeldi á óvissutímum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. september 2023 8:00 til 13. september 2023 17:30
Hvar 

Hilton Reykjavík Nordica

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmta Evrópska ráðstefnan um heimilisofbeldi (ECDV) fer fram í Reykjavík 11. – 13. september 2023.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur að ráðstefnunni auk erlendra forsvarsmanna hennar með Rannsóknarstofnun MVS sem bakhjarl. Ráðstefnan er jafnframt styrkt af forsætisráðuneyti Íslands og flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnunarerindi þann 11. september.

Mikill áhugi er á efni ráðstefnunnar og komast færri að en vilja. 850 þátttakendur eru skráðir í um sjötta hundrað málstofur, kynningar og vinnustofur. Aðalfyrirlesarar koma frá Kýpur, Þýskalandi, Íslandi, Litháen, Svíþjóð og Bretlandi.

Ráðstefnan er um ofbeldi í nánum samböndum, innan veggja heimilis og á vinnustöðum. Kynntar verða margvíslegar rannsóknir og jafnframt fjallað um hagnýt úrræði fagaðila og grasrótarsamtaka. Þar verður rýnt í ofbeldi og misnotkun á fjölbreyttan hátt, fjallað um ólík form, m.a. ofbeldi í nánum samböndum, eltihrelli, heiðurstengt ofbeldi, svo og ofbeldi gegn börnum, öldruðum og innflytjendum svo nokkuð sé nefnt.

Þess ber að geta að uppselt er á ráðstefnuna og færri komust að en vilja.

Sjá nánari upplýsingar 

Dagskrá

.

Ráðstefna: Ofbeldi á óvissutímum