Skip to main content

„Ég er fljótið, fljótið er ég“: Lagaleg staða náttúrunnar á Nýja-Sjálandi

„Ég er fljótið, fljótið er ég“: Lagaleg staða náttúrunnar á Nýja-Sjálandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. ágúst 2023 15:00 til 16:00
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kennedy Warne flytur fyrirlesturinn "I am the river, the river is me": Place, personhood, identity and law in a New Zealand rainforest, river and mountain.(„Ég er fljótið, fljótið er ég“: Lagaleg staða náttúrunnar á Nýja-Sjálandi).

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum námsbrautar í land- og ferðamálafræði.

Ágrip

Á síðasta áratug setti þing Nýja-Sjálands lög sem kváðu á um að fyrrum þjóðgarður og annað lengsta fljót landsins skyldu teljast lögpersónur, sem hefðu öll þau réttindi og skyldur sem slíku fylgja. Innan skamms mun fjall bætast í þennan hóp, en öll þessi fyrirbæri eru samkvæmt Maoríum, frumbyggjum Nýja-Sjálands, talin heilög og utan eignarréttar hvers konar. Flytjandi erindisins mun skýra sögulegan bakgrunn og þýðingu þessa gjörnings – að gera hluta af náttúrunni að persónu að lögum.

Um fyrirlesarann

Kennedy Warne stofnaði á níunda áratug síðustu aldar tímaritið New Zealand Geographic og var lengst af ritstjóri þess. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og fjölmargar greinar um náttúruna og samskipti fólks við hana, bæði í heimalandi sínu Nýja-Sjálandi sem og annars staðar í heiminum. Hann hefur einnig leitt ýmsa leiðangra á vegum National Geographic til ýmissa heimshluta, þar á meðal til Íslands.

Kennedy Warne flytur fyrirlesturinn "I am the river, the river is me": Place, personhood, identity and law in a New Zealand rainforest, river and mountain.(„Ég er fljótið, fljótið er ég“: Lagaleg staða náttúrunnar á Nýja-Sjálandi).
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum námsbrautar í land- og ferðamálafræði.

„Ég er fljótið, fljótið er ég“: Lagaleg staða náttúrunnar á Nýja-Sjálandi