Skip to main content

Móttaka nýnema í grunnnámi á Menntavísindasviði

 Móttaka nýnema í grunnnámi á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. ágúst 2023 8:50 til 12:25
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Skriða

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið HÍ (MVS) býður öllum nýnemum í grunnnámi sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar mánudaginn 21. ágúst.

Dagskrá móttökunnar hefst með sameiginlegri dagskrá í Skriðu, Stakkahlíð kl.8.50. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl.12.30 að lokinni móttöku nýnema.

Nánari dagskrá:

21. ágúst - Mánudagur

08.50 - 09.45 - Móttaka í Skriðu, gengið inn um aðalinngang við Háteigsveg 

  • Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti MVS
  • Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, forseti sviðsráðs 
  • Fulltrúar nemendafélaga MVS, Tuma, Kennó og Vatnið
  • Kynning á þjónustu MVS
  • Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir fer yfir síðasta dagskrárlið

09.50 - 10.10 - Kynning á námi eftir deildum

Boðið verður upp á hressingu eftir kynningu á námi fyrir utan stofur.

10.30 - 12.20 - Nemendur námsbrauta hittast og kynnast

12.30 - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá